14.12.1978
Efri deild: 29. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1557 í B-deild Alþingistíðinda. (1061)

23. mál, tímabundið vörugjald

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Þar sem fjmrh. er ekki viðlátinn vil ég hlaupa í skarðið fyrir hann og fylgja þessu frv. úr hlaði með örfáum orðum.

Þetta frv. er til staðfestingar á brbl. sem gefin voru út 1. júní 1978. Efni frv. er samræming á upptalningu tollskrárnúmera vegna breytinga sem gerðar voru á lögum um tollskrá. Frv. hefur gengið í gegnum hv. Nd. og verið samþ. þar ágreiningslaust.

Ég vil leyfa mér að leggja til að þessu frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til 2. umr. og fjh.- og viðskn.