15.12.1978
Efri deild: 31. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1584 í B-deild Alþingistíðinda. (1099)

133. mál, vörugjald

Frsm. (Jón Helgason):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á 1. um vörugjald. Hér er um að ræða framlengingu á vörugjaldi sem nú er í gildi.

Í núgildandi lögum er gert ráð fyrir að hluti af vörugjaldinu renni í Styrktarsjóð vangefinna, en þetta frv. gerir ráð fyrir að það ákvæði falli niður. Við 1. umr. málsins voru gerðar aths. við þetta og bent á að þetta gæti leitt til þess að framlög til Styrktarsjóðsins kynnu að lækka, enda þótt flestir muni vera sammála um þá þörf sem er á fjárveitingum til þeirra hluta. Þetta gjald hefur verið framlengt til eins árs í hvert sinn og þess vegna var fjh.- og viðskn. sammála um að koma til móts við þessar óskir með því að setja inn bráðabirgðaákvæði, sem flutt er sem brtt. á þskj. 186, á þá leið, að á árinu 1979 skuli greiða framlag til Styrktarsjóðs vangefinna er nemur 10 kr. af hverjum lítra innlendrar framleiðslu af ákveðnum tollskrárnúmerum, sem þar eru tilgreind.

Með þessari breyt. var n. sammála um að mæla með samþykkt frv. Geir Gunnarsson var fjarverandi afgreiðslu málsins.