15.12.1978
Efri deild: 31. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1585 í B-deild Alþingistíðinda. (1103)

99. mál, söluskattur

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Þar sem ég skrifaði undir nál. með fyrirvara þykir mér rétt að gera í örfáum orðum grein fyrir þessum fyrirvara Þarna er um að ræða að veita undanþágu frá söluskatti. Málið liggur reyndar í augum uppi. Þarna er um að ræða rekaviðarmál af Vestfjörðum. Röksemdir mæla með að það verði felldur niður söluskattur af þessu efni, og er jafnvel gert ráð fyrir að undanþágan verði látin verka aftur fyrir sig. Hins vegar hef ég þá grundvallarafstöðu, að mér er ekki vel við að söluskattslöggjöfin sé gerð götugri en hún er. Þó sé ég töluvert réttmæti þessa máls.

Þetta var fyrirvari minn, að söluskattslöggjöfin sé ekki með sífelldum undanþágum gerð enn slitnari en hún er og þyrfti að vera.