15.12.1978
Efri deild: 31. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1586 í B-deild Alþingistíðinda. (1110)

126. mál, Seðlabanki Íslands

Frsm. (Jón Helgason):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til l. um breyt. á l. um Seðlabanka Íslands. Eins og fram kom við 1. umr. málsins hér í d. er um það að ræða að veita Seðlabankanum heimild til þess að lána afurðalán til útflutningsatvinnuveganna með gengisáhættu eða gengistryggingu og þá lægri vöxtum, enda þótt fullnægjandi mótvægi sé ekki fyrir hendi hjá bankanum í erlendum lánum, en eins og nú er er ekki heimild fyrir hann að lána hærri upphæð en slíkt mótvægi er fyrir.

N, varð sammála um, eftir að hafa rætt málið og fengið á sinn fund Davíð Ólafsson bankastjóra Seðlabankans, að mæla með samþykkt frv. Undir nál. skrifa með fyrirvara Eyjólfur K. Jónsson og Jón G. Sólnes, en Geir Gunnarsson var fjarverandi afgreiðslu málsins.