24.10.1978
Sameinað þing: 7. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 105 í B-deild Alþingistíðinda. (114)

17. mál, lögfræðiþjónusta fyrir efnalítið fólk

Oddur Ólafsson:

Herra forseti. Ég vildi gjarnan láta það koma fram hér, að í meira en tvö ár hefur Öryrkjabandalag Íslands veitt efnalitlum öryrkjum ókeypis lögfræðiþjónustu. Það er virtur fatlaður lögfræðingur sem hefur unnið að þessu máli og hefur leiðbeint þeim sem leitað hafa til hans í ýmsum málum. Ég vildi sérstaklega geta þessa hér. Ég álít að hann mundi vera fær um að gefa því ráðuneyti, sem með þessi mál fer, verulega haldgóðar upplýsingar um þá þörf sem er fyrir hendi í þessu efni.