18.12.1978
Neðri deild: 35. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1720 í B-deild Alþingistíðinda. (1247)

138. mál, skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði

Fjmrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Ég hef engu við það að bæta sem hæstv. forsrh. lýsti yfir við 2. umr. fjárl, um þau málefni sem hér hafa nú verið rædd seinast: Það er stefnt að því að afgreiða fjárl. fyrir jólin í samræmi við þær samþykktir sem ríkisstj. hefur gert um sjálft fjárlagafrv. og þau tekjuöflunarfrv. sem eru í tengslum við það. Mér sýnist að stefnan í fjárlagafrv. sé í aðalatriðum í samræmi við þá stefnu sem Alþfl. leggur áherslu á. Ég sé ekki ástæðu til þess að hafa fleiri orð um þetta.