18.12.1978
Neðri deild: 35. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1733 í B-deild Alþingistíðinda. (1268)

124. mál, skipan innflutnings- og gjaldeyrismála

Frsm. (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða mál sem er komið frá Ed. Fjh.- og viðskn. þessarar d. hefur fjallað um málið og varð sammála um að mæta með samþykkt frv. Tveir nm., þeir hv. þm. Ólafur G. Einarsson og Matthías Á. Mathiesen, skrifa þó undir nál. með fyrirvara.

Í þessu frv. felst það, að verið er að framlengja sérstakt gjald af gjaldeyrisleyfum sem í gildi hefur verið, en það er þó framlengt nú með þeim hætti, að það er til óákveðins tíma, en áður hafði gjaldið verið framlengt til takmarkaðs tíma, eins og reyndar þessi löggjöf sjálf ber vitni um.

Ég sé ekki ástæðu til að hafa hér frekari ræðuhöld um þetta gjald, því að hér hefur verið rætt um það margsinnis áður. Hér er sem sagt um framlengingu að ræða á gjaldi sem tekið hefur verið áður og gert er ráð fyrir í sambandi við afgreiðslu fjárl, að ríkissjóður njóti sömu tekna af þessu gjaldi og hann hefur notið til þessa.