18.12.1978
Sameinað þing: 37. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1736 í B-deild Alþingistíðinda. (1284)

54. mál, fjárlög 1979

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Meðferð frv. til fjárl. fyrir árið 1979 er á marga lund með alveg óvenjulegum hætti. Fulltrúar eins stjórnarflokksins, Alþfl., í fjvn. skrifuðu undir nál. með fyrirvara. Alþfl. hefur lýst yfir að þm. hans vilji ekki að fjárlagafrv. og tekjuöflunarfrv., sem eru því nátengd, verði afgreidd fyrr en Alþb. og Framsfl. hafi tekið afstöðu til till. Alþfl. um jafnvægisstefnu o.fl. Það liggur því ekki fyrir á þessari stundu, hvort fjárlagafrv. nýtur stuðnings meiri hl. alþm. Þm. Sjálfstfl. telja skylt að vekja athygli á þessum einstæðu vinnubrögðum stjórnarflokkanna og munu ekki taka þátt í atkvgr. um að vísa frv. til 3. umr.