18.12.1978
Sameinað þing: 37. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1736 í B-deild Alþingistíðinda. (1285)

54. mál, fjárlög 1979

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Eins og fram hefur komið óskaði Alþfl. eftir því, að 2. umr. færi ekki fram að svo stöddu, á meðan fjallað væri um frv. til l. um jafnvægisstefnu í efnahagsmálum o.fl. Á hinn bóginn er á það að líta, að umr. hafði að öllu leyti verið undirbúin, þ. á m. með þátttöku okkar fulltrúa, og er aðeins fólgin í þinglegri meðferð á afgreiðslum fjvn, sem samkomulag hafði orðið um. Alþfl. vildi ekki koma í veg fyrir að þingstörf gætu gengið eðlilega og beitti sér því ekki gegn því, að umr. gæti farið fram og till. fjvn. fengið eðlilega þingmeðferð.

Ég ítreka nú við 2. umr., að hér fer ekki fram endanleg afstaða til fjárlagafrv. Við Alþfl.-menn munum standa við þá afstöðu okkar að greiða frv. veg þannig að það fái þinglega meðferð, m.a. að koma því til 3. umr. Við atkvgr. í lok 3. umr. verður hins vegar tekin endanleg afstaða til málsins.

Herra forseti. Ég hafði óskað eftir nafnakalli um að vísa frv. til 3 umr. til að gera grein fyrir þessari afstöðu þingflokks Alþfl., en ég fell frá þeirri ósk.