18.12.1978
Efri deild: 35. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1744 í B-deild Alþingistíðinda. (1292)

39. mál, kjaramál

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Það er sjálfsagt að verða við tilmælum síðasta ræðumanns, hv. þm. Jóns Sólness, og ég mun reyna að sjá til þess, að embættismenn þeir, sem gerst vita um þessi mál og gætu helst reiknað út þetta dæmi sem hann var með, komi á fund fjh.- og viðskn. þegar hún fjallar um málið. En sjálfsagt getur verið dálítið erfitt að reikna þetta út, m.a. af þeim ástæðum sem hann vék nú nokkuð að, að ráðstöfunum frá í febr. og maí var ekki tekið með sama hætti og þeim sem nú hafa verið gerðar. Þar höfðu sinar afleiðingar truflanir á vinnumarkaði, sem sjálfsagt höfðu í för með sér tjón og var ekki lokið — síður en svo — þegar núv. ríkisstj. tók við. Það verður sjálfsagt að taka það atriði inn í dæmið þegar reynt er að meta þetta. En ég skal reyna að sjá til þess, að allar upplýsingar, sem mögulegt er að veita, verði látnar í té.