18.12.1978
Efri deild: 36. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1760 í B-deild Alþingistíðinda. (1311)

91. mál, biðlaun alþingismanna

Frsm.1. minni hl. (Jón Helgason):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til l. um biðlaun alþm. N. varð ekki sammála um afgreiðslu málsins. Við Geir Gunnarsson og Jón G. Sólnes, sem skipum 1. minni hl. n., leggjum til að frv. verði samþ. óbreytt, en aðrir nm. munu skila séráliti og gera grein fyrir áliti sínu.

Í þessu frv. er gert ráð fyrir að greidd verði laun óbreytt eftir að kjörtímabili lýkur, þannig að þeir, sem þá hætta þingstörfum, fái einhvern umþóttunartíma til þess að leita sér nýrra starfa, eins og yfirleitt gildir nú orðið í þjóðfélagi okkar.