19.12.1978
Efri deild: 37. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1768 í B-deild Alþingistíðinda. (1325)

23. mál, tímabundið vörugjald

Frsm. meiri hl. (Jón Helgason):

Herra forseti. Ég vildi aðeins að það kæmi skýrt fram, að mál það, sem við erum að ræða hér, er staðfesting á brbl. um tímabundið vörugjald sem fyrrv. ríkisstj. gaf út 1. júní s.l. Hins vegar hefur með öðrum brbl. verið breytt upphæð vörugjaldsins. Sú brtt., sem hér liggur fyrirfrá 5. þm. Norðurl. o.fl., fjallar um að fella algerlega niður vörugjald af ákveðnum númerum í tollskránni og þar með að breyta einnig ákvæðum brbl., sem gefin voru út 1. júní s.l., þar sem þessi tollskrárnúmer báru 16% vörugjald. Hér er sem sagt ekki aðeins um að ræða brtt. við brbl. og till., sem fram hafa komið frá núv. hæstv. ríkisstj., heldur einnig breytingu á þeim lögum sem fyrrv. ríkisstj. gaf út.