21.12.1978
Neðri deild: 40. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1853 í B-deild Alþingistíðinda. (1485)

Umræður utan dagskrár

Utanrrh. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Fyrir viku gerði flokksstjórn Alþfl. samþykkt, sem varðaði mjög afgreiðslu fjárl, og stefnu í efnahagsmálum og hefur verið til umr. bæði hér á þingi og annars staðar síðan. Í gærkvöld kom flokksstjórn Alþfl. saman á nýjan fund og gerði þar ályktun um þessi mál sem ég tel rétt að kynna þinginu. Ályktunin hljóðar svo:

„Síðan flokksstjórn Alþfl. ræddi og gerði ályktun um frv. til 1. um jafnvægisstefnu í efnahagsmálum og samræmdar aðgerðir gegn verðbólgu hefur eftirfarandi gerst:

1. Ríkisstj. hefur ákveðið að fresta afgreiðslu lánsfjáráætlunar eins og Alþfl. krafðist.

2. Unnið er á þeim grundvelli, að heildarfjárfesting verði ekki meiri en 24.5% af þjóðarframleiðslu.

3. Við 2. umr. fjárlaga hefur verið ákveðinn 1840 millj. kr. niðurskurður á útgjöldum ríkisins til viðbótar fyrri niðurskurði.

4. Greiðslujöfnuður fjárlaga verður um 3 milljarðar kr.

5. Rekstrarafgangur fjárlaga verður tæplega 8 milljarðar og skuldir ríkisins hjá Seðlabanka verða lækkaðar um 5 milljarða.

6. Fjárlögin verða innan 30% af þjóðarframleiðslu, eins og 3, gr. frv. Alþfl. gerir ráð fyrir.

7. Eftir þessar breytingar eru fjárlög í samræmi við grg. laga um ráðstafanir 1. des. og þau markmið sem þar voru sett.

8. Samstarfsflokkarnir eru reiðubúnir til að kjósa n. þriggja ráðh. til að kanna rækilega frv. Alþfl. og tillögur hinna flokkanna. Skal hún leggja fram fyrir 1. febr. efnahagstillögur er taki til tveggja næstu ára.

Með tilliti til alls þessa telur flokksstjórnin rétt, að flokkurinn afgreiði fjárlög með ofangreindum breytingum. Lánsfjáráætlun verði afgreidd í samræmi við þá stefnu sem Alþfl. hefur mótað til viðnáms verðbólgu næstu tvö ár. Áframhaldandi stjórnarsamstarf Alþfl. er bundið því, að eigi síðar en 1. febr. hafi ríkisstj. lokið gerð lagafrv. um samræmdar aðgerðir gegn verðbólgu til a.m.k. tveggja ára. Það frv, verði lagt fyrir flokksstjórn Alþfl. er þá tekur ákvörðun um framhald stjórnarsamstarfsins. Flokksstjórnin telur að efnahagsástandið fram undan sé svo viðsjárvert að framkvæmd samræmdrar langtímastefnu þoll ekki lengri bið.“

Þannig er þessi samþykkt og hún var gerð með 50 shlj. atkv. á fundinum.