21.12.1978
Neðri deild: 40. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1869 í B-deild Alþingistíðinda. (1502)

139. mál, nýbyggingagjald

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég lagði fram brtt. við 2. gr. þess frv. sem hér liggur fyrir til endanlegrar afgreiðslu úr þessari hv. d. Ég hef ákveðið að flytja ekki þessa brtt. nú við 3. umr. vegna þeirra ummæla hæstv. fjmrh. sem komu fram í ræðu hans við 2. umr. málsins, þar sem hann sagði, að komið yrði til móts við sjónarmið mín í þeirri reglugerð sem ráðh. hefur heimild til að setja um framkvæmd þessara mála. Ég ákvað þess vegna að leggja þessa till. mína ekki fram hér við 3. umr., en hef leitað liðsinnis meðal ýmissa stjórnarliða, þannig að ef þetta kemur ekki fram í viðkomandi reglugerð, þá sýnist mér vera hægt að koma fram með brtt. eða frv. síðar á þinginu.