21.12.1978
Neðri deild: 40. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1877 í B-deild Alþingistíðinda. (1521)

146. mál, heimild til lántöku vegna lánsfjáráætlunar 1978

Matthías Bjarnason:

Herra forseti. Hér er um að ræða till. um mikla hækkun á erlendum lántökum sem mér hefur skilist, að sumir stjórnarflokkar hafi talið ærið nógar fyrir. Ég minnist þess sérstaklega, að Alþfl. hefur talið að það yrði að stemma stigu við frekari erlendum lántökum. Margir leiðarar voru skrifaðir um það í Alþýðublaðið, hvað Gulla litla skuldaði þegar hún fæddist og það væri lagt á bak barns að standa undir nokkrum millj. kr. um leið og það kæmi í þennan heim.

Ég vil spyrja hv. frsm. n. að því, hvort þessi till. hafi verið borin undir flokksstjórn Alþfl., hvort við getum gengið frá þessari samþykkt hérna, hvort það sé óhætt, því að það gæti raskað þingstörfum og þau jafnvel dregist fram á jóladag eða aðfangadagskvöld ef flokksstjórnarfundur Alþfl. leyfir ekki. Af því að ég veit að það er ákaflega vel gengt á milli þessara tveggja heimila, Alþb. og Alþfl., og má segja að ekki megi á milli sjá hvor sé hvor, þá veit ég að hv. frsm. fjh.- og viðskn. getur auðveldlega svarað þessari spurningu, hvort þetta sé undir eigandi hvað snertir samstarfsflokkinn og vini hans í Alþfl.