21.12.1978
Neðri deild: 40. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1877 í B-deild Alþingistíðinda. (1522)

146. mál, heimild til lántöku vegna lánsfjáráætlunar 1978

Kjartan Ólafsson:

Herra forseti. Eins og fram kom í máli hv. 1. þm. Austurl., frsm. fyrir fjh.- og viðskn., tók ég það fram af minni hálfu á fundi n. og vil láta það koma fram hér, að ég stend ekki að till. um að veita heimild til 1550 millj. kr. lántöku til jarðstöðvar. Ég vil taka það fram, að mér er ljóst að samningar hafa verið gerðir um þetta mál og þeim verður sjálfsagt ekki breytt með einu handtaki. En ástæðan fyrir því, að ég vil ekki standa að þessari till., er sú, að ég tel að þarna sé um framkvæmd að ræða sem skynsamlegt hefði verið að geyma til síðari tíma. Ég tel engan veginn gott að á sama tíma og fjárveitingar til margvíslegra mjög brýnna og nauðsynlegra framkvæmda í landinu og margvíslegra félagslegra nauðsynjamála eru jafnnaumt skammtaðar og raun ber vitni, þá skuli varið svo stórri fjárhæð í að koma upp þeirri jarðstöð sem hér um ræðir. Sú framkvæmd hefði miklu frekar átt að bíða enn um sinn að mínum dómi. — Þetta vil ég að komi fram.