21.12.1978
Neðri deild: 40. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1885 í B-deild Alþingistíðinda. (1536)

146. mál, heimild til lántöku vegna lánsfjáráætlunar 1978

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Eins og ég hef þegar sagt, þá verða nefndarstörf mín að fara fram í hv. d., og ég tel mig verða að þakka a.m.k. fyrir svör sem ég fæ þegar ég bið um þau.

En út af því, sem hv. síðasti ræðumaður kom að, hv. 11. landsk. þm., vil ég benda honum á að það, sem samþ. var af Alþ. og framkvæma átti af síðustu ríkisstj. í þessu máli, hefur verið framkvæmt. Við erum að tala um lántöku til þess að standa undir framkvæmdum sem ekki hefur fengist samþykkt fyrir, og það er dálítið annað mál.

Ég vil þakka hv. 1. þm. Austurl. fyrir upplýsingar, sem hann gaf við fsp. mínum, og eins hv. 1. þm. Vesturl., sem staðfesti grun minn.

Ég vil þá ítreka það, að ég á samleið með yfirlýstri stefnu Alþfl. varðandi erlendar lántökur og geri ráð fyrir að Alþfl. standi sem einn maður með mér gegn þessari erlendu lántöku.