21.12.1978
Sameinað þing: 40. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1945 í B-deild Alþingistíðinda. (1629)

54. mál, fjárlög 1979

Vilmundur Gylfason:

Herra forseti. Ég vil leyfa mér að mæla fyrir brtt. á þsk. 293, sem ég flyt ásamt hv. þm. Karli Steinari Guðnasyni. Þetta er um niðurskurð á fjárlagadæminu, um í sjálfu sér litla upphæð, 11.8 millj. Hér er um að ræða embætti blaðafulltrúa ríkisins sem eins og hv. þingheimi er auðvitað kunnugt um var til stofnað í heimildarleysi. Þetta var að okkar hyggju nýtt embætti og ástæðulaust, óþarfaútgjöld fyrir ríkissjóð og þess vegna skattgreiðendur. Þetta er einföld niðurskurðartillaga og rúmast vel innan þess samkomulags sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa þegar gert.