22.12.1978
Sameinað þing: 41. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1984 í B-deild Alþingistíðinda. (1657)

142. mál, fiskveiðar á Norðvestur-Atlantshafi

Frsm. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Till. sú til þál., sem forseti áðan lýsti um aðild Íslands að samningi um framtíðarsamvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norðvestur-Atlantshafi, er flutt af hæstv. ríkisstj. og er þess efnis, að Alþ. veiti ríkisstj. heimild til þess að fullgilda fyrir Íslands hönd samning frá 24. okt. 1978 um framtíðarsamvinnu ríkja varðandi fiskveiðar á Norður-Atlantshafi. Við fyrri umr. flutti hæstv. utanrrh. ítarlegan rökstuðning fyrir nauðsyn þessarar till. og leyfi ég mér að vísa til hans til að tefja ekki tímann og að síðustu lesa nál. frá utanrmn., svo hljóðandi:

„Nefndin hefur athugað till. á þskj. 197 og leggur til að hún verði samþykkt. Fjarstaddir afgreiðsluna voru Árni Gunnarsson og Vilmundur Gylfason.“