22.12.1978
Sameinað þing: 41. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1993 í B-deild Alþingistíðinda. (1685)

54. mál, fjárlög 1979

Ellert B. Schram:

Herra forseti. Þar sem nú er komið að því að greiða atkv. um brtt. á þskj. 303, sem fluttar eru af okkur hv. þm. Lárusi Jónssyni, Pálma Jónssyni og mér, vil ég taka fram eftirfarandi:

Eins og glöggt má sjá af till. okkar þremenninganna eru skattalækkunartillögur þær, sem nú hafa verið felldar, byggðar á þeim lækkunartillögum okkar sem gerðar eru við 4. gr. Þar sem meiri hl. Alþingis hefur hafnað till. okkar um skattalækkun, sjáum við ekki ástæðu til að halda öðrum brtt. til streitu og drögum þær því til baka að undanskildum þremur till., þ. á m. þeim sem nú eru að koma til atkv. Þær till., sem ekki eru dregnar til baka, eru tölul. 1, 2 og 116.