22.12.1978
Sameinað þing: 41. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1995 í B-deild Alþingistíðinda. (1695)

54. mál, fjárlög 1979

Stefán Jónsson:

Herra forseti. Í samkomulagi því, sem gert var um myndun ríkisstj., var kveðið á um það ljósum orðum, að Alþb. væri enn sem fyrr á móti herstöðinni hér og aðildinni að NATO. Það staðfestum við með tillöguflutningi okkar nú við afgreiðslu fjárl. og fór aldrei dult að verða mundi. Vegna þess að ég get ekki tileinkað mér vinnubrögð — ef ég má vitna í Litlu gulu hænuna, með leyfi forseta — alikratans sem sagði við atkvgr.: „Það er ekki minn stæll“ — og gleypti snuðið sitt, þá segi ég já.