22.12.1978
Sameinað þing: 41. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 1999 í B-deild Alþingistíðinda. (1710)

54. mál, fjárlög 1979

Stefán Jónsson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að halda hér langa ræðu á eftir manninum sem ekki getur sagt nei án þess að verða sér til skammar. Ég hefði gjarnan viljað geta stutt þessa till., það eru ótalmargar till. í áttina til hækkunar í mínu kjördæmi sem ég hefði viljað geta staðið að og stutt. En þar er skemmst af að segja, að í stjórnarsamstarfi því, sem við hljótum að sæta, Alþb.menn, höfum við orðið að berjast við einn af samstarfsflokkunum, sem hefur neytt allra ráða til þess að knýja niður fjárveitingar til einmitt slíkra framkvæmda sem hér um ræðir, og því hlýt ég nú að segja nei.