22.12.1978
Efri deild: 49. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2000 í B-deild Alþingistíðinda. (1714)

140. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Ég skal ekki lengja umr. hér, en ég vil eindregið taka undir þá ósk sem hv. þm. Ragnhildur Helgadóttir, 5. þm. Reykv., flutti hér til fjmrh. Mér finnst frekar óviðurkvæmilegt, ef það er ætlun fjármálayfirvalda að reyna að hagnast á áfengissölu fyrir jólahátíðina. Frekar ætti að stuðla að því, að landsmenn eigi sem áfengislausust jól. Ég vil eindregið styðja þau tilmæli sem hér voru flutt.