25.01.1979
Sameinað þing: 43. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2007 í B-deild Alþingistíðinda. (1739)

Framhaldsfundir eftir þingfrestun

Forseti (Gils Guðmundsson):

Mér hefur borist svo hljóðandi bréf:

„Reykjavík, 25. jan. 1979.

Samkv. beiðni Geirs Hallgrímssonar, 4. þm. Reykv., sem að læknisráði sækir ekki þing næstu tvær vikur, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst.

Þorv. Garðar Kristjánsson,

ritari þingflokks sjálfstæðismanna.

Guðmundur H. Garðarsson hefur áður tekið sæti á þessu þingi og býð ég hann velkominn til starfa. Orkusparnaður, þáltill. (þskj. 46). — Ein umr.