26.10.1978
Sameinað þing: 9. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 182 í B-deild Alþingistíðinda. (178)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Einar Ágústsson):

Herra forseti. Svo sem lýst hefur verið hefur borist bréf frá Sverri Hermannssyni, 5. þm. Austurl., um að hann geti ekki sótt þingfundi af tilteknum ástæðum. Hér hefur enn fremur verið lagt fram staðfest símskeyti frá l. varaþm. Sjálfstfl. í Austfjarðakjördæmi, Pétri Blöndal, um að hann geti ekki vegna óviðráðanlegra orsaka tekið sæti þm. á Alþingi að þessu sinni. Í þriðja lagi liggur hér fyrir skeyti frá Erlendi Björnssyni, formanni yfirkjörstjórnar Austurlandskjördæmis, þar sem hann tilkynnir að hann hafi póstlagt kjörbréf fyrir Egil Jónsson, sem er 2. varaþm. Sjálfstfl. í Austurlandskjördæmi.

Kjörbréfanefnd hefur farið yfir þessi gögn og leggur til að kosningin verði tekin gild og þau gögn sem ég hef þegar gert grein fyrir.