05.02.1979
Efri deild: 53. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2297 í B-deild Alþingistíðinda. (1853)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Að gefnu tilefni vil ég taka fram, að þegar ég áðan minnti á að dagskrá lægi fyrir þessum fundi, þá ber ekki að skilja það á þann veg að talið sé þýðingarlítið það mál sem hér er til umr. Það er frá mínu sjónarmiði þess eðlis, að við getum vel frestað umr. og tekið annan dag til þessara umr. ef deildin óskar. En við þurfum líka að taka tillit til þess, að d. hefur verið boðuð á fund samkv. dagskrá.