07.02.1979
Efri deild: 54. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2428 í B-deild Alþingistíðinda. (1913)

149. mál, ríkisábyrgð á launum við gjaldþrot

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Ég átti von á því að það væri hægt að ljúka þessari umr. og afgreiða málið í d. Ég kannast við þær aths., sem hv. 2. þm. Norðurl. e. kom inn á, en átti von á því, að ef hann teldi ástæðu til kæmi fram brtt. við frv. Það hefur ekki orðið. Ég vil spyrja hv. þm., hvort hann óski eftir því að n. athugi þetta áður en deildin afgreiði málið. Ef engin ósk kemur fram um það, og fleiri hafa ekki kvatt sér hljóðs, þá er umr. lokið og verður gengið til atkv.