13.02.1979
Sameinað þing: 52. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2551 í B-deild Alþingistíðinda. (2002)

41. mál, varnir gegn olíumengun í nágrenni Keflavíkurflugvallar

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég vil undirstrika sérstaklega eitt í ræðu síðasta ræðumanns, hv. þm. Jónasar Arnasonar, sem ég tel að rétt sé að heyrist oftar hér í þessum umr. Það er ljótt að heyra að þarna er við vandamál að stríða. Það er búið að útsvína allt í olíu, og Bandaríkjamenn eru búnir að eitra fyrir Suðurnesjamenn og það í bókstaflegri merkingu. Utanrrh. hafði seinast þegar varnarliðið bar á góma hér í hv. Sþ. áhyggjur af því, að nú fengju ekki nógu margir Íslendingar að vinna hjá hernum, það væri að verða samdráttur þar. Ég held að áhrifaríkasta ráðið til þess að kippa þessum málum í lag væri að láta þennan bandaríska her fara.