14.02.1979
Efri deild: 56. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2553 í B-deild Alþingistíðinda. (2006)

104. mál, alþjóðasamningar um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða staðfestingu á þremur alþjóðasamningum um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu. Þessir samningar fjalla um þrjá aðskilda þætti sem varða allir olíumengun eins og rakið er í grg.

Allshn. hefur athugað þetta frv. og leggur til að það verði samþ. óbreytt.