20.02.1979
Sameinað þing: 55. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2676 í B-deild Alþingistíðinda. (2085)

179. mál, ráðstafanir vegna birgðasöfnunar mjólkurafurða

Dómsmrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ég vil aðeins undirstrika það sem hv. fyrirspyrjanda er að sjálfsögðu kunnugt, að vitanlega hefur ríkisstj. ekkert fjármagn til ráðstöfunar til að kaupa upp smjörbirgðir eða annað. Hún hefur ekkert fjármagn annað til ráðstöfunar en það sem hið háa Alþingi hefur afhent ríkisstj., og fyrst og fremst er þar um 10% útflutningsbæturnar að ræða. Ég lýsti því áðan, að ég geri mér vonir um, þegar Alþ. sér viðleitni til þess að snúa við þeirri þróun sem verið hefur í landbúnaðinum, að hið háa Alþingi fáist til þess að hlaupa undir bagga eins og gert var á s.l. hausti. Ég bind sérstaklega vonir við það.