26.02.1979
Efri deild: 59. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2761 í B-deild Alþingistíðinda. (2178)

108. mál, aukin gæði fiskafla

Frsm. (Ágúst Einarsson):

Herra forseti. N. hefur haft til umfjöllunar þáltill. þessa. Hún sendi hana til umsagnar. Jákvæðar umsagnir bárust frá Framleiðslueftirliti sjávarútvegsins og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. N. varð sammála um að mæla með samþykkt þessarar þáltill. með orðalagsbreytingu. Breytingin er gerð til að hnykkja betur á einstökum atriðum. Tillgr. hljóðar þá svo:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að beita sér fyrir því í samstarfi við hagsmunaaðila sjávarútvegsins, að gæði fiskafla verði bætt til muna.

Til þess að þetta markmið náist skal ríkisstj. láta framkvæma könnun á eftirtöldum atriðum:

1. Með hvaða hætti megi með fjárhagslegri og tæknilegri aðstoð af opinberra hálfu útbúa fiskiskip betur en nú er gert til geymslu á fiski.

2. Með hvaða hætti megi með fjárhagslegri og tæknilegri aðstoð af opinberri hálfu bæta geymsluþol og gæði fiskafla í fiskvinnslustöðvum, svo sem með kælingu, sjóþurrkun og fiskkössum.“

N. varð sammála um þessa afgreiðslu málsins. Fjarverandi afgreiðsluna voru hv. þm. Oddur Ólafsson og Karl Steinar Guðnason.