02.03.1979
Sameinað þing: 60. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 2923 í B-deild Alþingistíðinda. (2325)

77. mál, leit að djúpsjávarrækju

Bragi Sigurjónsson:

Herra forseti. Ég vil ekki láta hjá líða að lýsa yfir eindregnum stuðningi mínum við þá till. sem hér var lýst áðan. Ég vil líka taka undir það sem hv. flm. sagði áðan og það er einlæg ósk mín, að sjútvrn. verði við tilmælum Snorra Snorrasonar og þeirra félaga um að leyfa þeim að kaupa rækjutogara. Ég vil einnig taka undir þau orð flm., að Snorri Snorrason hefur sýnt alveg einstæðan áhuga og dugnað í sambandi við rækjuveiðar og rækjuleit.