31.10.1978
Sameinað þing: 11. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 260 í B-deild Alþingistíðinda. (252)

326. mál, niðurskurður fjárframlaga 1978

Svar:

Með lögum nr. 3/1978, um ráðstafanir í efnahagsmálum, var ríkisstjórninni heimilað að lækka ríkisútgjöld samkvæmt fjárlögum 1978 um einn milljarð króna. Með bráðabirgðalögum nr. 69/1978, um kjaramál o.fl., var þessi heimild hækkuð í tvo milljarða króna.

Á grundvelli þessara heimilda ákvað ríkisstjórnin í september s.l. að lækka ríkisútgjöld samkvæmt fjárlögum þessa árs um 600 millj. króna.

2. Hvernig skiptist hann á milli málaflokka og á einstakar framkvæmdir eða framlög í hverjum málaflokki? (Óskað er skriflegs svars).

Svar:

Fjár-

Lækkun

Fjárl. nr.

lög

01171

Byggðasjóður

2079

75

02 306 308

Menntaskólinn á Ísafirði

og í Kópavogi, bygging

75

25

321

Kennaraskólinn, bygging

50

25

792

Bygging grunnskóla

1376

50

793

Bygging skóla fyrir

þroskahömluð börn

60

20

907

Listasafn Ísl., bygging

60

20

977

Þjóðarbókhlaða

220

70

04 502 504

Bændaskólar á Hólum

og í Odda, byggingar

22

10

05 298

Fiskleit, vinnslutilraunir

og markaðsöflun

150

10

06 283

Bygging ríkisfangelsa

100

40

07 272

Byggingarsj. verkam.

300

50

08 471

Gæsluvistarsjóður

63

20

09 981

Skrifstofubygging við

Grensásveg

105

25

10 211

Vegagerð, framkvæmdir

5680

100

471

Flugstöðvarbygging í

Reykjavík

70

40

11371

Orkusjóður vegna lán-

veitinga

550

20

10960

600

3. Hver gerði tillögu um þennan niðurskurð og hvaða reglur voru hafðar til hliðsjónar?

Svar: Fjármálaráðuneyti, fjárlaga- og hagsýslustofnun lagði fram hugmyndir um lækkun ríkisútgjalda í samræmi við ofangreindar lækkunarheimildir að fjárhæð 850 milljónir króna. Niðurstaðan varð sú, sbr. svar við spurningu 2, að ríkisútgjöld voru lækkuð um 600 milljónir króna.

Þar sem mjög var liðið á árið, þegar ákveðið var að nýta lækkunarheimildir þær sem áður er lýst, var mjög lítið svigrúm til þess að draga úr ríkisútgjöldunum í reynd. Tillögurnar voru því bundnar við þann hluta fjárveitinga sem ekki hafði verið ráðstafað með samningum eða öðrum greiðsluskuldbindingum.