21.03.1979
Efri deild: 71. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3447 í B-deild Alþingistíðinda. (2695)

56. mál, Hæstiréttur Íslands

Frsm. (Vilhjálmur Hjálmarsson):

Herra forseti. Eins og ég greindi frá þegar 2. umr. hófst um þetta mál, láðist n. að gera till. um breytingu á gildistökuákvæði og flutti ég till. í samráði við ráðuneytisstjóra í dómsmrn. um þetta atriði á þá leið, að lög þessi öðlist þegar gildi. Við nánari athugun í rn. hefur komið í ljós, að það er óheppilegt vegna ráðningar í þetta starf að miða ekki við ákveðinn mánaðardag. Þess vegna vil ég leyfa mér að taka fyrri till. mína til baka og leggja fram skriflega brtt. á þá leið, að lög þessi öðlist gildi 1. ágúst 1979. Vil ég afhenda hana hæstv. forseta með ósk um að leitað verði afbrigða.