22.03.1979
Sameinað þing: 71. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3506 í B-deild Alþingistíðinda. (2739)

32. mál, lífríki Breiðafjarðar

Frsm. (Jónas Árnason):

Herra forseti. Ég hefði e. t. v. átt að biðja forseta að fresta áframhaldi umr., því að þau gögn, sem ég ætlaði að vitna í, hef ég nú ekki tiltæk hér í salnum, en ég hætti við það, enda hygg ég að menn séu sammála um að þetta sé þess háttar mál að það þurfi ekki frekar að rökstyðja ágæti þess. Í stuttu máli sagt varð allshn, sammála um að mæla með samþykkt þessarar tillögu.