26.03.1979
Efri deild: 72. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3547 í B-deild Alþingistíðinda. (2761)

15. mál, happdrættislán vegna framkvæmda við orðurveg og Austurveg

Eyjólfur K. Jónsson:

Herra forseti. Mig langar að fagna því að frv. þetta skuli nú komið til 3. umr. og væntanlega verður það afgreitt hér á eftir og bráðlega í hv. Nd. Á frv. voru gerðar smávægilegar breytingar með fullu samkomulagi. Í rauninni er fyrri breytingin efnislega engin því að þetta hafa aldrei vérið nema heimildarlög og verið talað um að upphæðin væri allt að 2 000 millj. kr. Síðari breytingin er á þann veg að einnig sé heimilt að gengistryggja happdrættisbréfin eins og hafa þau verðtryggð með öðrum hætti.

Ég legg áherslu á að eins og frá þessu frv. er nú gengið er útilokað að nota þetta fé öðruvísi en til viðbótar fjármagni á vegalögum og til vegagerðarinnar sjálfrar, en ekki til einhverra annarra framkvæmda sem áður hafa verið teknar ákvarðanir um, eins og t. d. Borgarfjarðarbrúar eða einhvers slíks stórverkefnis. Samkomulag er sem sagt um þetta, að það fé, sem út verður boðið, hvort sem það verða 2 000 millj. á ári eða eitthvað minna, komi til viðbótar öðru fjármagni á vegáætlun til að vinna þetta mikilvæga verkefni sem Alþ. hefur lengi stefnt að.