26.03.1979
Neðri deild: 67. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3566 í B-deild Alþingistíðinda. (2775)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Hv. þm. gerði mér aðvart um þessa fyrirspurn sína á föstudaginn var. Mér gafst kostur á að hafa tal af hæstv. forseta, áður en hann hélt af landi brott, og innti hann eftir skýringum á því, að þetta mál skuli ekki hafa komið fyrir til afgreiðstu, og hann kvað skýringuna vera tímaskort. Þó sagði hann að sig ræki minni til þess, að eitt sinn er hann var í tilhlaupi að taka málið fyrir hafi hæstv. forsrh. óskað eftir frestun á málinu.

Fyrir öðrum svörum get ég ekki setið. Óskar hv. þm. að gera frekari athugasemdir við þetta svar mitt? (MB: Ekki annað en ósk um að umr. um málið verði tekin fyrir á þessum fundi.) Ég mun gera ráðstafanir til og athuganir á hvort svo megi verða.