26.03.1979
Neðri deild: 67. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3593 í B-deild Alþingistíðinda. (2809)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Gils Guðmundsson):

Áður en lengra er haldið vil ég einungis taka það fram, að ég tel mjög hæpið að rétt sé og eðlilegt að fara utan dagskrár út í mjög almennar umr. um hin stóru útgerðarmál, aflatakmarkanir og fiskverndarmál í heild. Ég hygg að það sé eðlilegra að þær umr. bæri að með öðrum hætti. En þar sem annar hv. þm. hefur einnig óskað þess að beina fsp. um útgerðarmálefni til hæstv. sjútvrh. held ég að það einfaldi þessa umr. utan dagskrár að hann komist að með fsp. sína nú, þó hún sé ekki um nákvæmlega sama atriði og hv. 4 þm. Norðurl. v. spurði fyrst og fremst um.