02.04.1979
Neðri deild: 69. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3760 í B-deild Alþingistíðinda. (2932)

22. mál, Framkvæmdasjóður öryrkja

Halldór E. Sigurðsson:

Herra forseti. Með tilliti til þess, að endurskoða á markaða tekjustofna almennt, lít ég svo á að það sé mjög óeðlilegt að fara að bæta við slíkum tekjustofnum sem þessum rétt áður en það verk hefst. Ég tel að þetta mál, sem hér er um að ræða, eigi að vera eitt af þeim málum sem þar verður um fjallað. Enn fremur er að hefjast endurskoðun á tryggingalöggjöfinni í heild. Þetta er einn af þáttum þeirrar löggjafar að mínu mati. Með tilliti til þess sé ég ekki ástæðu til að svo stöddu, þótt málið sé gott út af fyrir sig, að greiða því atkv. og segi því nei.