02.04.1979
Neðri deild: 69. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3761 í B-deild Alþingistíðinda. (2934)

22. mál, Framkvæmdasjóður öryrkja

Fjmrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Ég er fylgjandi aðgerðum til þess að styrkja öryrkja, en hefði talið eðlilegra að þetta mál hefði verið undirbúið í félmrn. af hæstv. félmrh., felli mig ekki við þá tekjustofna, sem ætlast er til í þessu frv. að verði grundvöllur að starfsemi sjóðsins, og segi því nei.