02.04.1979
Neðri deild: 69. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3763 í B-deild Alþingistíðinda. (2946)

22. mál, Framkvæmdasjóður öryrkja

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég vil mótmæla þeim staðhæfingum, sem komu fram í máli hv. þm. Friðjóns Þórðarsonar, að fundur væri sérstaklega illa sóttur. Þetta er ágætlega ályktunarfær fundur. Það er verið að nauðga hér frv. gegnum d. og það gengur ekki vel vegna þess að menn eru ekki fúsir, og það er ekkert óeðlilegt við það að það taki einhverja stund. Hvað varðar þessa grein, þá sýnist mér að það liggi í hlutarins eðli að útgjöldin verði að greiðast með tekjum sjóðsins, ef á annað borð er samþ. þetta frv. En ég greiði ekki atkv.