03.04.1979
Sameinað þing: 77. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3772 í B-deild Alþingistíðinda. (2953)

Rannsókn kjörbréfs - varamenn taka þingsæti

Forseti (Gils Guðmundsson):

Áður en gengið verður til dagskrár mun ég lesa fjögur bréf, sem mér hafa borist, og taka þau síðan til afgreiðslu.

Fyrsta bréfið er á þessa leið:

„Reykjavík, 30. mars 1979.

Lúðvík Jósepsson, 1. þm. Austurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður Alþb. í Austurlandskjördæmi, Þorbjörg Arnórsdóttir húsfreyja, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni“.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fara fram í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Sverrir Hermannsson,

forseti Nd.

Annað bréfið sem mér hefur borist, er svo hljóðandi:

„Reykjavík, 2. apríl 1979.

Tómas Árnason, 4. þm. Austurl., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að vegna forfalla 1. varamanns taki 2. varamaður Framsfl. í Austurlandskjördæmi, Jón Kristjánsson verslunarstjóri á Egilsstöðum, sæti á Alþingi í fjarveru minni“.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Þriðja bréfið hljóðar svo:

„Reykjavík, 2. apríl 1979.

Finnur Torfi Stefánsson, 2. landsk. þm., hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og mun því ekki geta sótt þingfundi á næstunni, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 2. varamaður landsk. þm. Alþfl., Bjarni Guðnason prófessor, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni“.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Loks er fjórða bréfið og er það á þessa leið:

„Reykjavík, 3. apríl 1979.

Ritari þingflokks sjálfstæðismanna hefur í dag ritað mér á þessa leið:

„Samkv, beiðni Eyjólfs K. Jónssonar, 5. þm. Norðurl. v., sem nú er á förum til útlanda í opinberum erindum, leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varamaður hans, Jón Ásbergsson framkvæmdastjóri, taki á meðan sæti hans á Alþingi“.

Þetta er yður, herra forseti, hér með tilkynnt með ósk um að þér látið fram fara í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanna.

Þorv. Garðar Kristjánsson,

forseti Ed.

Jafnhliða þessum bréfum hafa mér borist kjörbréf og önnur gögn í sambandi við þá varaþm. sem hér er gerð till. um að taki sæti, og vil ég æskja þess að kjörbréfanefnd taki öll þessi kjörbréf og önnur gögn til meðferðar og gef nú 20 mínútna fundarhlé. — [Fundarhlé.]