03.04.1979
Sameinað þing: 77. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3780 í B-deild Alþingistíðinda. (2966)

178. mál, stefnumörkun í menningarmálum

Halldór Blöndal:

Herra forseti, Ég tek undir það með hv. fyrirspyrjanda, að framlög til menningarmála voru mjög skorin niður við trog í síðustu fjárl. og lítill skilningur á því hjá hæstv. ríkisstj. að reyna að halda þar í horfinu. Og ég hef ekki orðið var við að góðs sé að vænta úr þeirri átt í neinum meiri háttar málum og býst ekki við að þar sé neitt bjartara fram undan, miðað við það hvernig málarekstur hefur verið. Verður skemmtilegt að fylgjast með því, hver framvindan verður í sambandi við næstu fjárlög, en það var næsta smánarlegt sem varið var til menningarmála á núgildandi fjárlögum.

Hins vegar sagði hæstv. ráðh. annað sem væri fróðlegt að fá frekari upplýsingar um. Hann sagði að það væri í athugun hjá menntmrn. að fela einhverjum hópi að undirbúa fjárveitingar til menningarmála eða eitthvað í þá áttina, ég náði ekki alveg orðalaginu, en þætti fróðlegt að fá frekari upplýsingar um hvað hann hefur í huga í því sambandi.“