05.04.1979
Sameinað þing: 79. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3938 í B-deild Alþingistíðinda. (3077)

30. mál, kortabók Íslands

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Allshn. Sþ. fékk til meðferðar till. til þál. um útgáfu kortabókar Íslands frá Sverri Hermannssyni, Ingvari Gíslasyni, Eiði Guðnasyni og Gils Guðmundssyni, svo hljóðandi:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að hafa forgang um útgáfu kortabókar Íslands“.

Við gengum frá svo hljóðandi nál.:

Allshn. hefur haft till. til athugunar. Umsagnir um málið bárust frá Rannsóknaráði ríkisins, verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands, menntamálaráði, Náttúruverndarráði, menntmrn. og Rannsóknastofnun landbúnaðarins.

Gylfi Már Guðbergsson dósent í landafræði kom á fund n. Samkv. upplýsingum hans mundi verk þetta sennilega kosta 150 millj. kr., en kostnaður dreifast á nokkur ár. N. leggur til að till. verði samþykkt með svo hljóðandi breytingu, þ. e. að tillgr. orðist svo:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að hafa forgöngu um útgáfu kortabókar Íslands.

Alþingi, 2. apríl 1979“.

Undir þetta skrifa Páll Pétursson, Vilmundur Gylfason, Ellert B. Schram, Gunnlaugur Stefánsson, Ólafur Ragnar Grímssot5, Jónas Árnason og Halldór Blöndal.