05.04.1979
Sameinað þing: 79. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 3943 í B-deild Alþingistíðinda. (3082)

40. mál, bann við kjarnorkuvopnum á íslensku yfirráðasvæði

Forseti (Gils Guðmundsson):

Í tilefni af ummælum hv. 5. þm. Reykv. vil ég taka það fram, að hér er um að ræða það mál Sþ. sem er langsamlega elst þeirra sem ekki eru komin til n. og ástæður þess eru ýmsar. Ég bendi á það, að þetta er ekki í fyrsta sinn sem málið er tekið fyrir, heldur hefur það verið gert, að ég hygg, tvívegis áður og hefur reynst býsna erfitt, því miður, að stilla þannig til, að hæstv. utanrrh., hv. formaður utanrmn., sem vafalaust hefur áhuga á þessum málum, og hv. fim. væru allir viðstaddir. Það hafa ekki komið fram á þessum fundi fyrr en nú tilmæli til mín um að taka málið af dagskrá. Ég mun verða við tilmælum hv. 5. þm. Reykv. um að taka þetta mál af dagskrá, enda þótt ég viðurkenni að það geti stundum verið býsna erfitt að haga málum eins og hv. þm. óska eftir.