07.04.1979
Neðri deild: 74. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4052 í B-deild Alþingistíðinda. (3158)

230. mál, stjórn efnahagsmála o.fl.

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Um þessa grein frv., eins og allar aðrar greinar þess, er samkomulag milli stjórnarflokkanna sem er forsendan fyrir því, að þessir stjórnarflokkar starfi áfram saman að stjórn landsins. Þegar samkomulag hefur verið gert ber mönnum, sem vilja telja sig stjórnarsinna, skylda til þess annaðhvort að standa að því og styðja þá ríkisstj. áfram eða að standa ekki að því og ganga þá í lið með stjórnarandstöðu. Ég fyrir mitt leyti vil standa við þá samninga, sem flokkur minn hefur gert, og segi já.