07.04.1979
Neðri deild: 74. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4053 í B-deild Alþingistíðinda. (3163)

230. mál, stjórn efnahagsmála o.fl.

Halldór Blöndal:

Ég vek athygli á því, að þetta er í fyrsta skipti sem Alþ. grípur inn í grunnlaun gildandi kjarasamninga og nú með þeim hætti að mismunað er á milli stétta í þeim efnum, þannig að sumir hópar eiga að halda umsömdum grunnkaupshækkunum, aðrir hópar ekki. Þetta tel ég hróplegt ranglæti, Alþingi ósamboðið og staðfesta þá reglu, að menn séu ekki jafnir fyrir lögunum, og segi því nei.