07.04.1979
Neðri deild: 74. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4053 í B-deild Alþingistíðinda. (3166)

230. mál, stjórn efnahagsmála o.fl.

Kjartan Ólafsson:

Herra forseti. Í þessum tölul. er kveðið á um það, að lægst launaða fólkið í landinu skuli njóta nokkurra láglaunabóta um skamman tíma. Ég tel að það sé betra en ekki að þessi ákvæði skuli vera í frv., og af þeim ástæðum mun ég greiða atkv. með þessum tölulið. En ég vil taka það mjög skýrt fram, að ég tel það vera eitt hið versta við þetta frv., að í þessum tölul. skuli jafnframt vera kveðið á um það svo skýrt, að ekki verði um villst, að þessar láglaunabætur verði teknar af lægst launaða fólkinu í landinu aftur að 6 mánuðum liðnum.

Og það, að málum skuli vera þannig fyrir komið, ræður miklu um það, að ég treysti mér ekki til að fylgja frv. í heild. En ég segi já við þessum lið.