26.04.1979
Sameinað þing: 85. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4227 í B-deild Alþingistíðinda. (3334)

261. mál, ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta í fræðsluumdæmum utan Reykjavíkur

Flm. (Þorbjörg Arnórsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka þær undirtektir, sem þetta mál hefur fengið hjá hæstv. menntmrh., og fagna því jafnframt sem hann hyggst gera með því að hrinda þessum málum í framkvæmd. Það, sem hann hefur fyrirhugað í þessum efnum, er vissulega stórt skref í áttina til að bæta úr þeirri brýnu þörf sem er úti á landsbyggðinni fyrir slíka þjónustu. Jafnframt vona ég að haldið verði áfram á sömu braut þannig að ákvæði laganna komi að fullu til framkvæmda innan tveggja ára og að þeim tíma liðnum verði búið að ráða úti í fræðsluumdæmunum sálfræðinga, félagsráðgjafa og sérkennara eftir fengnum till. frá fræðslustjóra um þörfina í hverju fræðsluumdæmi fyrir sig svo sem kveðið er á um í grunnskólalögunum.

Það eru vissulega mörg mál ofarlega í huga þeirra, sem úti á landsbyggðinni búa, er lúta að aðstöðujöfnun ef miðað er við hin fjölmennari þéttbýlissvæði, sum sem varða efnahagslega afkomu, önnur sem varða ýmsa félagslega þjónustu. Mér hefur virst að þau mál, er varða félagslega þjónustu jöfnun, hafi frekar legið í láginni. Það hefur minna verið á þau bent. Ég vil með þessum tillöguflutningi undirstrika að þau mál eru einnig mikilvæg og að þeim þarf einnig að huga.

Að lokum vona ég að þessi till. verði samþ. hér á Alþ. og þessi tillöguflutningur beri tilætlaðan árangur.