27.04.1979
Efri deild: 84. fundur, 100. löggjafarþing.
Sjá dálk 4252 í B-deild Alþingistíðinda. (3358)

276. mál, gjaldmiðill Íslands

Viðskrh. (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Hér er um að ræða frv. sem er eins konar fylgifrv. með frv. sem liggur fyrir hv. fjh.- og viðskn. d. um breytingu á verðgildi ísl. kr.

Í þessu frv. um breyt. á l. um gjaldmiðil Íslands er gert ráð fyrir að ráðh. verði heimilt að ákveða að tillögu Seðlabankans að fjárhæð sérhverrar kröfu eða reiknings skuli greind með hálfum eða heilum tug aura. Ráðh. ákveður með reglugerð nánari framkvæmd þessa ákvæðis. Lög þessi öðlist gildi 1. jan. 1981, en um það hefur verið rætt að undanförnu að verði ákveðin breyting á verðgildi krónunnar taki hún gildi 1. jan. 1981.

Ég tel hér um einfalt mál að ræða o ástæðulaust að rekja forsendur þess eða efni frekar. Ég legg til að að lokinni þessari umr. verði málinu vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.